25.04.1941
Neðri deild: 44. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 87 í D-deild Alþingistíðinda. (3579)

118. mál, síldarmjölsbirgðir til fóðurtryggingar

*Stefán Stefánsson:

Ég skal ekki vera margorður um þetta mál, en vil aðeins votta því minn fyllsta stuðning. Ég held, að þetta sé svo mikið alvörumál, að fyllsta ástæða sé til að, vísa till. til landbn. til frekar í athugunar.

Á þingi 1937 og 1938 bárum við hv. þm. Dal. fram frv. um fóðurmjölsbirgðir í landinu, þar sem landbrh. átti í samráði við Búnaðarfélag Íslands að tryggja, að ætíð væru í landinu nægar fóðurmjölsbirgðir. Hæstv. forsrh. lýsti þá yfir því, að Framsfl. hefði þetta mál með höndum og einmitt þessa daga væru hv. þm. Mýr. og hv. 2. þm. Skagf. að undirbúa frv. um þetta maí, sem mundi koma eftir fáa daga. En það varð með þetta mál eins og fuglafriðunarlögin, að það kom ekki fram þrátt fyrir yfirlýsingu um það, en ef það mál hefði náð fram að ganga þá, væri þessi till. óþörf nú.

Ég vil leggja ákaflega ríka áherzlu á, um þær síldarmjölsbirgðir, sem eru til í landinu, sem eru eitthvað um 45 þús. sekkir, að það sé gert allt, sem hægt er af ríkisstj., til þess að kaupa það mjöl, sé það ekki selt. Hér í grg. till. segja flm., að æskilegt sé, að þetta mjöl sé tryggt landsmönnum, ef ekki er tryggt fyrirfram, að framleitt verði svo og svo mikið síldarmjöl hér á landi á þessu ári. En hvernig á að tryggja það? Ég hygg, að slík trygging sé útilokuð. Á það, hvort fóðurskortur verði hér í landinu á næsta vetri, skal ég ekki reyna að leggja neinn dóm. En allt bendir til þess, að framleiðslan dragist saman. A. m. k. ef á að halda framleiðslu landbúnaðarins í sama horfi og verið hefur, er allt útlit fyrir, að búfjáreigendur muni þurfa á að halda miklu meira fóðri en því, sem fæst af heyfeng einum saman.

Ég vil gera það að till. minni, að þessu máli verði vísað til hv. landbn. til rækilegrar athugunar og meðferðar, og að n. skili frv. síðan inn í hv. d. við fyrsta tækifæri.