13.06.1941
Efri deild: 78. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 100 í D-deild Alþingistíðinda. (3609)

116. mál, hestavegir meðfram akbrautum

*Sigurjón Á. Ólafsson:

Herra forseti! Ég er þessari till. fylgjandi, eins og ég hef tekið fram. En önnur brtt., sem ég sé, að n. leggur til á þskj. 644, þar sem hún vill breyta nafninu „reiðvegir“ í „hestvegir“, orkar mjög tvímælis. Það er vitanlegt, að fyrra orðið, gamalt orð og gott, hefur verið haft um þá vegi, sem notaðir eru jafnt til reiðar, aksturs eða fjárrekstra á haustin, og mér finnst það orðið einhvern veginn miklu munntamara og fallegri íslenzka en hitt.

Ég mun því greiða atkv. móti þeirri breytingu.