13.06.1941
Efri deild: 78. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 100 í D-deild Alþingistíðinda. (3610)

116. mál, hestavegir meðfram akbrautum

*Jónas Jónsson:

Ég álít, að það sé heppilegt, að n. hefur athugað málið og haft tal af vegamálastjóra og fengið hjá honum upplýsingar. Ég býst við, þótt ekki sé tekið kröftuglegar á málinu en þetta, þá nái þál. tilgangi sínum. Út af orðum hv. 2. landsk. vil ég minna menn á, hver vandræði það eru að komast lausríðandi austan yfir fjall, þegar bíll eftir bíl mætir manni í sífellu, og ber nú ekki sízt á hinum brezku. Slíkt ferðalag verður harmkvæli fyrir hesta og me nn. Mér þykir sennilegt, eins og þm. veik að í ræðu sinni, að vegir þessir verði jafnt fyrir hesta og sauðfjárrekstra á haustin, utan við þjóðveg. Ég legg ekki mikið upp úr því, hvort þessar brtt. verða samþ. eða ekki. Aðalatriðið er, að málið komist á hreyfingu.