14.06.1941
Sameinað þing: 26. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 105 í D-deild Alþingistíðinda. (3618)

65. mál, orlof

*Frsm. (Gísli Sveinsson) :

Herra forseti! Þetta mál er borið fram af Alþfl. í till.-formi á þskj. 98. Því var vísað að fyrri umr. lokinni til allshn. Sþ. og var þar um hríð til athugunar. Það mun hafa verið gerð fyrirspurn um málið til forseta á sínum tíma af hálfu flm. till., og hafði þá n. þegar haft athugun á málinu, en hafði ekki lokið því. Því að þannig er mál með vexti, að n. var alls ekki í öndverðu ásátt um það að fallast á, að það næði fram að ganga. Að sumu leyti þótti ekki sérleg þörf á því, — og í öðru lagi þótti, málið ekki þannig undirbúið, — till. ekki þannig orðuð —, að hægt væri að fylgja henni óskorað, eins og hún hljóðaði. En niðurstaðan varð brátt í n. sú, að allir nm. féllust á að hleypa málinu áfram í þinginu og ljá því fylgi sitt í breyttu formi. Og þetta breytta form er að líta á þskj. 624, sem er nál. allshn., og gerir hún að till., sinni, að tillgr. orðist um, þannig að ekki komi til, að skipuð verði milliþn. til athugunar málsins, heldur verði ríkisstj, falið að rannsaka það og undirbúa eins og með þarf, eins og hermir í þeirri brtt., sem stendur á nefndu þskj., og leggja síðan niðurstöðu sína fyrir næsta Alþ. Ég þykist nú vita, að flm. sætti sig að fullu við þetta, því að í sannleika er gengið inn á þeirra mál um athugun á þessum greinum, og á þann hátt, að fleiri geta sætt sig við heldur en þeir. Vil ég ekki ætla, að flm. hafi þótzt bera fram svo gagngerða till., að ekki mætti við henni hrófla eða orða hana upp. Tel ég, að þeir megi vel við una, að gengið sé inn á efni málsins og það fái góða athugun. Er sá ráðherra, sem hér á hlut að máli, þeirra fulltrúi, og mega þeir honum bezt treysta.

Einnig hefur í breyt. á till. verið tekið tillit til þess, sem fram kom undir fyrri umr. málsins, og þar með brtt., sem borin var fram á þskj. 250 frá hv. 3. þm. Reykv., og yfirleitt þess, sem mætti kalla meira almennt sjónarmið. Því að vitanlega getur fleira komið til greina, ef á að ræða um lögfestingu orlofa einnar og einnar stéttar. Fleiri geta komið til greina en þeir, sem blátt áfram eru nefndir verkamenn. Það er sannast að segja, að mikill hluti landsfólksins þarfnast að taka leyfi og hressa sig í sumartíðinni eftir ástæðum, hvaða stétt sem menn tilheyra.

Ég tel mig ekki þurfa að hafa um þetta fleiri orð. Allshn. leggur til, að málið fái afgr. eins og ég hef lýst.

Ég sá farið inn á þetta mál í blöðunum í gær, þar sem þess var getið, að þm. ætluðu nú að fara að taka sjálfum sér sumarfrí og, sleikja sólskinið hér og þar, en allur verkalýður — að því er ætla mætti — ætti að kúldast einhvers staðar annars staðar. Þessi málaflutningur er tilefnislaus mjög. Því að ég veit ekki betur en þeir, sem á þingbekkjum sitja, hafi miklum og ærnum störfum að gegna, og nú er svo áliðið, að ef til vill fá þeir ekkert sumarfrí, sem, þeir annars hefðu fengið, — en vitanlegt er, að verkalýðurinn, sem nú er í nokkrum blóma, getur vafalaust ekki síður en aðrir tekið frí, sem hann þarf auðvitað engu síður en aðrar stéttir. Það er að ófyrirsynju, að slíkur áróður er hafður í frammi, einmitt þegar verið var að vinna að afgr. þessa máls á Alþ. á eðlilegum og réttlátum grundvelli, að fela fulltrúa verkamanna í ríkisstj. að undirbúa málið, og það á þann hátt, að sem allra flestir gætu við unað.