14.06.1941
Sameinað þing: 26. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 117 í D-deild Alþingistíðinda. (3639)

71. mál, milliþinganefnd um skólamál

*Gísli Sveinsson:

Ég get lokið máli mínu á örfáum mínútum. Ég hef enga ástæðu til þess að deila við aðalflm. till., en ræða hans hefur ekki sannfært mig um þörf nefndar, er tæki að sér öll skólamál. Ég get gengið inn á það, sem hv. flm. sagði um að n, samræmdi kennslutilhögun við unglingaskóla, gagnfræðaskóla og aðra milliskóla, en ég tel útilokað, að n. fjallaði um t. d. búnaðarskólamál og háskólann, enda hefur enginn fært rök fyrir því, að slík n. ætti að hafa með höndum mál þessara stofnana.

Með þessum fáu orðum tel ég fullnægt mínum fyrirvara.