28.03.1941
Neðri deild: 25. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 232 í B-deild Alþingistíðinda. (364)

3. mál, tollheimta og tolleftirlit

Ísleifur Högnason:

Ég hef veitt því eftirtekt, að í nál. er gert ráð fyrir, að ekki verði tekið hart á því, þó að hermaður gefi kunningja sínum smágjafir, en samkv. 1. gr. er þetta hegningarvert. Ég geri þessa aths. strax, af því að mig minnir, að í stjórnarskránni standi, að dæma skuli eftir bókstaf laganna, en ekki öðru. Ég bendi á þetta af því, að ég þykist vita, að alþm. sé í fersku minni, að nú er nýfallinn dómur í máli, sem leikmaður fær ekki séð, að hafi neinn stuðning í 1. — Á ég hér við dreyfibréfsmálið. Maður gæti því haldið, að nú ætti að fara að taka upp þann sið að praktisera lögin á annan hátt en bókstafur þeirra hljóðar.