16.06.1941
Sameinað þing: 28. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 130 í D-deild Alþingistíðinda. (3663)

138. mál, kaup á hlutabréfum í Útvegsbanka Íslands h/f

*Frsm. meiri hl. (Sigurður E. Hlíðar) :

Herra forseti! Ég ætlaði ekki að tala öðru sinni í þessu máli, en af því að hv. frsm. minni hl. rangfærði orð mín, verð ég að leiðrétta það. Hv. frsm. sagði, að ég hefði sagt, að þeir, sem eiga þessi hlutabréf, vildu ekki selja þau. Þetta hef ég aldrei sagt, — og að bréfin mundu vera í fullu verði, það hef ég heldur aldrei sagt. Enda kemur það í bága við orðalag breyt., að ríkisstj. kaupi þessi bréf, og einnig í bága við nál. meiri hl. Enn fremur vildi hv. frsm. halda því fram, að þessi bréf mundu kosta um 5 millj. kr., ef þau væru keypt nafnverði, Ég vil taka það skýrt fram, að þetta er ekki rétt hjá hv. þm. Hv. þm. N.-M. var hér með dylgjur, sem ekki er sæmandi alþm. hér í þingsölunum.