16.06.1941
Sameinað þing: 28. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 137 í D-deild Alþingistíðinda. (3675)

172. mál, verðuppbót á mjólk og mjólkurafurðir

*Einar Árnason:

Ég skal ekki lengja umr. um þetta mál. Mér virðist, að þessi till. sé þannig vaxin, að ekki sé nein ástæða til þess.

Nú er það vitað, að Alþingi er að verða lokið, og er þá þýðingarlaust að vísa málinu í n. til nánari athugunar. Það er langt frá því, að ég vilji leggja stein í götu þeirrar hugmyndar, sem liggur á bak við það. En ég álít ákaflega hæpið, að Alþingi taki þessari till., að órannsökuðu máli, á þann hátt, að hún verði annaðhvort samþ. eða felld. Ég vil því heldur, að till. verði vísað til hæstv. ríkisstj., og legg það hér með til.