17.04.1941
Neðri deild: 37. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 143 í D-deild Alþingistíðinda. (3689)

100. mál, hafnbannsyfirlýsing Þjóðverja

*Félmrh. (Stefán Jóh. Stefánason) :

Ég skal geta þess í sambandi við ræðu hv. flm, þessarar þáltill. og einnig með tilvísun til þess, sem ég lýsti yfir á sínum tíma hér í Nd. að gefnu tilefni frá flm. þessarar till., að eins og sakir standa er ekki unnt fyrir ríkisstj. að skýra frá, hvað hún hefur gert í tilefni af hafnbannsyfirlýsingu Þjóðverja hinn 25. marz, sem getið er um á þskj. 176. En ríkisstj. býst við, að hún geti innan skamms tíma gefið yfirlýsingu hér á Alþ. um það, hvaða ráðstafanir hún hefur gert í þessu efni og e. t. v., hvort þær kynnu að hafa borið einhvern árangur. En á þessu stigi málsins getur ríkisstj. alls ekki gefið neinar sérstakar upplýsingar, en mun gera það strax, þegar þess er kostur hér á Alþ.