18.04.1941
Neðri deild: 39. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 250 í B-deild Alþingistíðinda. (429)

75. mál, leigutaka á húsnæði í sveitum og kauptúnum o.fl.

Skúli Guðmundsson:

Það er enginn hæstv. ráðh. staddur hér í þd. sem stendur. Enda er mér ekki fyllilega ljóst, hver þeirra hefur aðallega með þetta mál að gera. Og ég vildi því beina þeirri fyrirspurn til frsm. allshn., hvernig n. gerir ráð fyrir, að þetta verði framkvæmt að því er snertir fundahús og þinghús í sveitum og kauptúnum. Það var eitthvað minnzt á . þetta við 1. umr. málsins af hv. 2. þm. Árn. En nú gerði hann enga fyrirspurn um það í sinni ræðu.

Ég tel sjálfsagt, að greitt sé fyrir því eftir því sem unnt er, að fólk geti flutzt úr kaupstöðum og öðrum stöðum, þar sem því kynni að vera einhver hætta búin. Ég vil þó óska skýringa um það, hvernig n. gerir ráð fyrir eða ráðh., sem ég sé nú, að er kominn inn í hv. d., að þetta verði framkvæmt að því er snertir þetta húsnæði. Því að það er vitað, að sveitirnar þurfa að nota fundahúsin og þinghúsin ekki síður á sumrin heldur en á öðrum árstíðum. Þar þarf að halda manntalsþing og hreppsfundi, og þar á meðal kjörfundi. á þessu sumri. Og mér þykir því líklegt, að eitthvað hafi verið rætt um þetta atriði í n., sem hafði málið til meðferðar. Það er nú svo, að yfirleitt er húsakostur ekki meiri í sveitum heldur en þörf er á fyrir fólk það, sem þar á heima. Þó er vitað, að á einstökum sveitaheimilum er húsnæði afgangs, sem líklegt er, að verði að meira eða minna leyti notað á þennan hátt, og var það einnig gert síðastliðið sumar, og finnst mér ekki nema gott um það að segja. En það er væntanlega öllum ljóst, að þó að það sé nauðsynlegt að hafa þetta fyrir augum í þessu máli, þá þarf einnig að gæta þess, að hægt sé fyrir fólkið í sveitum og kauptúnum að koma saman til fundaralda. Þarf því að hafa þá þörf fyrir augum, þegar fundahús og þinghús eru tekin til afnota í þessu skyni. Um þetta vildi ég gjarnan fá upplýsingar frá frsm. n., hvernig n. gerir ráð fyrir, að 1. verði framkvæmd að þessu leyti.