18.04.1941
Neðri deild: 39. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 255 í B-deild Alþingistíðinda. (438)

75. mál, leigutaka á húsnæði í sveitum og kauptúnum o.fl.

*Viðskmrh. (Eysteinn Jónsson) :

Satt að segja finnst mér þessi brtt. óþörf eftir yfirlýsingax þær, er fram hafa komið. Er ekki ástæða til að væna stj. um það, að hún ætli að rífa af mönnum húsnæði að óþörfu, eftir að búið er að lýsa yfir því, að ekki muni verða gengið nær mönnum en nauðsyn ber til. Ég tel því, sem sagt, brtt. óþarfa, en vil þó gera fyrirspurn um það, hvort skilja eigi hana svo, að ekki megi taka leigunámi fundahús og slíkt, ef umráðamenn telja sér nauðsynlegt að hafa þar fundi. Það væri auðvitað bezt að þurfa ekki að taka slíka fundasali, en ég hygg þó, að ekki sé sá maður til hér á Alþ., sem mundi skoða hug sinn um að gera það, ef í nauðirnar ræki. Þess vegna leyfi ég mér að gera þá fyrirspurn, hvort till. eigi líka við fundasali og skólahús, eða aðeins við einkahíbýli manna. Annars finnst mér till. óþörf.