18.04.1941
Neðri deild: 39. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 256 í B-deild Alþingistíðinda. (441)

75. mál, leigutaka á húsnæði í sveitum og kauptúnum o.fl.

*Viðskmrh. (Eysteinn Jónsson) :

Hv. þm. V.-Húnv. hefur skýrt, hvað það er, sem vakir fyrir hv. flm. Það er ekki tilgangur þeirra að breyta efni frv., heldur vilja þeir láta það koma fram í orðalaginu, að ekki skuli gengið á húsnæði manna, nema fulla nauðsyn beri til. En ég vil spyrja: Hver á að skera úr um það, hvort eigandi eða umráðamaður húsnæðis þarf á því að halda sjálfur? Ef húsráðandi á að geta skorið úr um þetta, er frv. að engu gert með till., en ef þetta á að vera á valdi ríkisstj., breytir till. ekki efni frv. og getur því talizt meinlaus. Þessu verður að svara, því að þótt margir menn séu vikaliðugir, eru ýmsir, sem kynnu að gera meira en rétt væri úr þörf sinni í á húsnæði því, er þeir hafa yfir að ráða.