18.04.1941
Neðri deild: 40. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 261 í B-deild Alþingistíðinda. (457)

75. mál, leigutaka á húsnæði í sveitum og kauptúnum o.fl.

Forseti (JörB) :

Ég held, að orðalag á brtt. allshn. beri ekki að skilja öðruvísi en svo, að það sé alveg tvímælalaust tæmandi, og með því að samþ. hana er ákveðinn 1. málsl. 1. gr. frv. Það er víðtækt orðalag í brtt. allshn. . og þar ekkert undan fellt, sem nauðsynlegt er að taka fram; svo að enginn misskilningur geti þar komið til greina, að allir eigi jafnan rétt til þess að nota þau hús, sem tekin kunna að verða til slíkra nota, hvar sem þeir eiga heima. Og það skilst mér vera það bezta og það, sem vér viljum keppa að með þessari ráðstöfun.

En ég vil ekki neita hv. 4. þm. Reykv. að bera upp til atkv. hans brtt., en ég mundi þá gera það á þann hátt að bera hana fyrst upp til atkv. við frvgr., en hina brtt. á eftir. (EOl: Já).