12.05.1941
Neðri deild: 57. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 1267 í B-deild Alþingistíðinda. (46)

Fyrirspurnir um stjórnarráðst. o. fl.

Félmrh. (Stefán Jóh. Stefánsson) :

Í tilefni af fyrirspurn hv. 3. þm. Reykv. er því til að svara, að Helgi Briem verður ef til vill skipaður sendifulltrúi Íslands á Pyreneaskaga, og mun hann þá annaðhvort sitja í Madrid eða Lissabon. Ennþá er ekki hægt að koma því við, að hann verði gerður sendifulltrúi, svo nú gegnir hann störfum sem fiskifulltrúi Íslands erlendis og er í Lissabon. Á meðan ekki verður skorið úr, hvort sendifulltrúi verður skipaður á Pyreneaskaga, þá mun Helgi dvelja þarna sem fiskifulltrúi.