24.03.1941
Neðri deild: 22. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 262 í B-deild Alþingistíðinda. (464)

32. mál, fjarskipti

*Finnur Jónsson:

Í frv. þessu felast að vísu ekki miklar breyt. á gildandi löggjöf, og að svo stöddu þarf ekki um þær langar umræður. Ég vil þó spyrja hv. frsm., í sambandi við þann einkarétt, sem landssíminn fær til að smíða og setja upp talstöðvar í skipum, hvort ekki hafi verið rætt um það í n., að móti einkaréttinum kæmi sú eðlilega skylda, að landssíminn fullnægði eftirspurninni og ekki þyrfti mikill fjöldi skipa, sem óska taltækja, að vera langalengi á biðlista. Sömu vandkvæðin hafa einnig verið á því að fá nauðsynlegar móttökustöðvar í landi, en án þeirra er ekki hægt að hafa samband við skipin. Einkaleyfi getur verið sjálfsagt, en þá eiga hlutirnir að . vera fyrirliggjandi hjá einkaleyfishafa. Gjaldeyrisástæður hafa oft hindrað það, en sú afsökun er engin lengur. Á hinn bóginn er tundurduflahættan ný ástæða auk allra, sem fyrir voru, til að fjölga talstöðvum eins og unnt er. Þær eru einhver helzta öryggisráðstöfunin, sem á er völ. Ég vildi vita, hvort n. hefur athugað þetta. Ef engar nýjar upplýsingar káma fram, áskil ég mér óskertan rétt til brtt. við 3. umr.