24.03.1941
Neðri deild: 22. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 263 í B-deild Alþingistíðinda. (466)

32. mál, fjarskipti

*Finnur Jónsson:

Ég get verið ánægður með það loforð, sem hv, frsm. hefur gefið. En á því leikur enginn vafi, að nú eru mjög auknar hinar brýnu þarfir fyrir talstöðvar í sem allra flestum skipum og bátum.

Ég vildi spyrja hv. frsm., hvort n. hefði íhugað ákvæði 11. gr. í 4. kafla 1., þar sem gert er ráð fyrir að leggja ábyrgð og störf, er þessi mál snerta, á herðar sveitar- og bæjarstjórnum.