24.03.1941
Neðri deild: 22. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 263 í B-deild Alþingistíðinda. (469)

32. mál, fjarskipti

*Frsm. (Gísli Sveinsson) :

Herra forseti! N. telur þetta bráðabirgðalög og því viðurhlutaminna en ella að samþ. þau að sinni án orðabreytinga, sem hefðu að vísu verið æskilegar. Það er rétt, að orðið fjarskipti er nýtt og ekki sem bezt, en vandræði hljótast ekki af því, þar sem það er skýrt nægilega í 1. gr. Um önnur orð, sem eru óviðkunnanleg í fyrstu, getur verið, að þau venjist betur, er á reynir, en sum orka vissulega tvímælis. Ég skal til gamans geta þess, að þegar frv. kom fyrst fram, skildist nafn þess ekki betur en svo, að úr því urðu fjárskipti, og var prentað svo á þingskjali.