24.03.1941
Neðri deild: 22. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 263 í B-deild Alþingistíðinda. (470)

32. mál, fjarskipti

*Skúli Guðmundsson:

Ég sé, að í 4. kafla er gert ráð fyrir, að það ákvæði haldist, að einstakir hreppar ábyrgist og kosti sjálfir rekstur símstöðva, sem þar eru settar upp, eftir þeim reglum, sem gilda um venjulegar talsímastöðvar. Þetta hefur verið þannig frá upphafi, og má e. t. v. segja, að það hafi verið eðlilegt á fyrstu árum landssímans. En eins og nú er komið um rekstur símans, tel ég vafasamt, að það eigi að haldast. Þetta vildi ég, að hv. samgmn. tæki til athugunar fyrir 3. umr. Og þótt ég greiði nú atkv. með frv. óbreyttu, áskil ég mér rétt til að bera fram brtt. síðar um þetta atriði.