02.04.1941
Neðri deild: 29. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 267 í B-deild Alþingistíðinda. (477)

32. mál, fjarskipti

*Finnur Jónason:

Ég vil þakka hv. frsm. fyrir þær brtt., sem hann flytur hér af hálfu samgmn., en vil um leið nota tækifærið til að spyrjast fyrir um það, hvort með þessari breyt. á 12. gr. frv. falli jafnframt niður það aukagjald, sem mér er kunnugt um, að sumum. bæjarfélögum hefur verið gert að greiða fyrir það, að símastöðvar eru lengur opnar en tilskilið er í reglum landssímans, t. d. þar, sem stöðvar hafa verið opnar frá kl. 9 að kvöldi til kl. 12 á miðnætti. Hins vegar hef ég spurt, að ekki gangi þetta jafnt yfir, og hafi t. d. Vestmannaeyjar haft lengur opið án þess að greiða sérstakt aukagjald fyrir.

Ég vildi nú fá úr því skorið, hvort það leiddi ekki af þeim breytingum, sem hér er verið að gera á löggjöfinni, að þessar aukagreiðslur féllu niður.