12.05.1941
Neðri deild: 57. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 1268 í B-deild Alþingistíðinda. (48)

Fyrirspurnir um stjórnarráðst. o. fl.

Félmrh. (Stefán Jóh. Stefánsson) :

Eins og siður er, þá ræðir stjórnin oft vandasöm viðfangsefni við stuðningsflokka sína, og ríkisstj. hefur rætt við stjórnarflokkana um að fresta kosningum. En eins og málið stendur nú, þá er ekki hægt að leggja það fyrir Alþingi, og ef það verður gert, þá verður það á venjulegan hátt, og hv. fyrirspyrjandi fær þá þau rök og þær upplýsingar, sem hann æskir eftir.