13.05.1941
Efri deild: 59. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 371 í B-deild Alþingistíðinda. (710)

20. mál, alþýðutryggingar

Frsm. (Sigurjón Á. Ólafsson) :

Í fyrri ræðu minni boðaði ég, að hér mundi verða á ferðinni brtt. við þetta frv. Mér var kunnugt um, að hún mundi koma fram.

Nú vildi ég segja fyrir hönd n., að hún hefur að sjálfsögðu ekki getað kynnt sér efni þessarar brtt., og hef ég þess vegna ekki leyfi til að segja neitt um hana frá hálfu n. En hún er þess eðlis, að breyta e-lið 1. gr. frv. verulega, og þess vegna held ég, að það væri mjög æskilegt, að málið fengi nú að ganga gegnum 2. umr. og n. gæti svo milli umr. fengið kost á að athuga brtt., enda hefur hæstv. ráðh. tjáð sig fúsan til að taka brtt. aftur til 3. umr., til þess að gefa n. kost á þessu. Hér er veruleg efnisbreyt. á ferð.