20.02.1941
Neðri deild: 4. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 414 í B-deild Alþingistíðinda. (844)

7. mál, bifreiðaskattur o.fl.

Fjmrh. (Jakob Möller) :

Eins og hv. þm. sjá af aths. við frv., er það fram komið fyrir þá sök, að ekki er gert ráð fyrir, að framlengd verði l. um bráðabirgðatekjuöflun ríkissjóðs og jöfnunarsjóðs bæjar- og sveitarfélaga, sem nú eru í gildi og gilda næsta ár, en þar sem óvíst er, að þau verði borin fram til endurnýjunar, er einnig vafasamt, að notuð verði sú heimild, sem í þeim felst. Er því með frv. lagt til, að tekið verði 5 aura innflutningsgjald af hverjum lítra benzíns frá og með 1. janúar 1942 að telja, auk þeirra 4 aura, sem taka skal samkvæmt l. frá 6. júlí 1932. Það gæti verið álitamál, hvort láta ætti l. fá gildi nú þegar eða 1. janúar 1942, og getur hv. n. tekið það til athugunar.