24.05.1941
Neðri deild: 66. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 427 í B-deild Alþingistíðinda. (869)

7. mál, bifreiðaskattur o.fl.

Frsm. (Skúli Guðmundsson) :

Við 2. umr. þessa máls gerði ég grein fyrir áliti fjhn. og brtt. hennar. En eftir að n. hafði athugað málið og r ætt um það við hæstv. fjmrh., varð að samkomulagi í n.afgr. frv. með þeim breyt., sem n. kom sér saman um og eru á þskj. 525, en með þeim breyt. yrði frv. í sama formi og nú er í lögum. Fimmti hluti þessa viðbótargjalds á þá að leggjast til hliðar til vega- og brúagerða á sínum tíma, en að öðru leyti gengur féð til ákveðinna verklegra framkvæmda samkv. fjárl., en afgangur, ef hann verður, skal renna til Suðurlandsbrautar. Nú hefur hæstv. fjmrh. lagt fram brtt. á þskj. 567. Hann talaði um það áðan, að varhugavert væri að binda tekjur ríkissjóðs á þann hátt sem frv. gerir. En brtt. hans breytir engu í því efni, þótt samþ. yrði, heldur aðeins því, að samkv. henni gengur nokkuð af fénu í aðrar tilteknar áttir en nú er ráð fyrir gert og kemur fleiri vegum að notum. Um brtt. hv. 8. landsk. á þskj. 620 gegnir nokkuð öðru máli. Mér skilst, að samkv. henni sé gert ráð fyrir, að svo geti farið, að þessum tekjum verði ekki öllum varið til vega, ef þær verða meiri en gert er ráð fyrir í fjárl. Auk þess er brtt. hans. sú, að af þessu fé skuli kosta tvær brúargerðir, á Hvítá hjá Iðu og á Jökulsá á Fjöllum. Nú er vafalaust þörf á þessum brúm, en þar með er ekki sagt, að ekki sé mikil þörf á mörgum öðrum, og rök hafa ekki komið fram fyrir því, að þannig beri að taka þær einar sér, en útiloka aðrar. — Ég vil mæla með því að samþ. brtt. á þskj. 525 og að frv., svo breytt, verði afgr. úr þessari deild.