24.05.1941
Neðri deild: 66. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 428 í B-deild Alþingistíðinda. (871)

7. mál, bifreiðaskattur o.fl.

Fjmrh. (Jakob Möller) :

Ég held eins og fyrr, að tilgangslaust sé, að n. fái málið enn til athugunar. Ég sé ekki, að hv. form. hennar (SvbH) kæri sig um að breyta nokkrum hlut, og sé svo um aðra nm., hvað þýðir þá að fresta. því, að atkv. skeri úr? Ummæli hv. form. n. um samkomulag um afgreiðslu málsins skil ég ekki. Ég svaraði n. aðeins því, að ég mundi sætta mig við, þótt afgreiðsla frv. yrði sú, sem hún leggur til. Í því var ekkert samkomulag fólgið. Mig furðar, af hv. form. getur ekki eins og ég sætt sig við, að atkv. ráði um afgreiðslu málsins.

Mér var það auðvitað ljóst, að till. mín miðaði ekki að því að leysa féð, heldur binda það á nokkuð annan hátt en nú er í l. Mér finnst réttara, ef afgangur verður, að það fé komi einhverjum fleiri að gangi en þessum eina vegi. Bezt hygg ég væri að samþ. frv. óbreytt. Þar næst kysi ég, að brtt. hv. 8. landsk. yrði samþ. Það er ekki rétt hjá hv. form. n., að með henni væri brúasjóður strikaður út. Það er einmitt gert ráð fyrir að leggja fé í slíkan sjóð til að byggja . þær tvær brýr, sem um ræðir. Ég held, að engum detti í hug, að miklar líkur séu til, að 1/5 skattsins hrökkvi meira en fyrir þeim brúm.