24.05.1941
Neðri deild: 66. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 429 í B-deild Alþingistíðinda. (876)

7. mál, bifreiðaskattur o.fl.

Sveinbjörn Högnason:

Ég hef samið skrifl. brtt., sem ég legg fyrir hæstv. forseta og vona, að hann leyfi mér að mæla nokkur orð fyrir henni í þessari ræðu, þótt enn hafi ekki verið leitað afbrigða fyrir henni. Þegar neitað er um, að n. fái að athuga málið, hljóta brtt. að verða fleiri og umr. lengri en ella hefði þurft, ef málið hefði að lokinni athugun getað legið skýrara fyrir, og getur nú orðið alltafsamt að fá á því afgreiðslu. — Ég verð að segja, að ég hef aldrei heyrt mann mæla með brtt. sinni með rökum, sem mæltu meir móti honum en rök hv. 8. landsk. í ræðu hans áðan. Rökin fyrir því að leggja niður brúasjóðinn eru, að það sé aðeins eitt vatnsfall eða e. t. v. tvö, sem þarf að brúa, og það er Hvítá hjá Iðu. Og það er af því einu, að á 2. hundrað búendur þurfa að vitja læknis að Laugarási. Hvergi annars staðar þarf að brúa ár vegna læknisvitjana, eða hvað? Víða á landinu þurfa menn að vitja læknis yfir mörg vatnsföll eða eyðisanda eða þá eins og Grímseyingar yfir breitt haf. Mér fyndist enn brýnni þörf á að styrkja menn til læknisvitjana á slíkum stöðum en að brúa Hvítá í þeim tilgangi aðallega, litlu ofan við brúna, sem á því vatnsfalli er. Ég hef aldrei séð borna fram till. og mælt fyrir henni af slíkri skammsýni og þröngsýni. Ég vildi óska, að þörfin fyrir brúargerðir hér á landi væri ekki meiri en þetta, því að þá skyldi ég fúslega fallast á að hætta þessari skattlagningu fyrir brúasjóð.

Ég veit um mörg vatnsföll í Rangárvallasýslu, sem enn eru óbrúuð. Skiptir mjög miklu máli fyrir nærliggjandi sveitir, að brú komi á Hólsá hjá Unhól, og mun ég flytja brtt. um fjárveitingu í því skyni, enda tel ég þess miklu meiri þörf heldur en það; sem brtt. hv. 8. landsk. þm. fer fram á. (Forseti: Ég vil vekja athygli hv. ræðumanns á því, að sá tími, sem ákveðinn var til fundarhalds í Sþ., er byrjaður, og verð ég því að fresta umr. Hvað snertir skrifl. brtt., má prenta hana, þar sem umr., er ekki lokið, og mun hún koma síðar til atkv.).