12.06.1941
Efri deild: 77. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 1284 í B-deild Alþingistíðinda. (88)

Afgreiðsla mála úr nefndum o.fl.

Sigurjón Á. Ólafsson:

Út af fyrirspurn hv. 1. þm. Eyf. um eignarnámsheimild í Skútudal skal ég taka það fram, að það er rétt, að málinu var vísað til allshn. 18. apríl s.l.

Mér er ekki grunlaust um, að fullkomin alvara hafi ekki fylgt hjá hv. þm. við þetta mál, þar sem ekki er nema örskammt á milli okkar hér í þessari hv. deild, og ef mikill áhugi hefði verið fyrir þessu hjá honum, þá mundi hann hafa orðað það við mig eða einhvern annan nm. á öllum þessum tíma, en það hefur hann nú ekki

gert. Hins vegar get ég frætt hann á því, að það virtust vera mjög skiptar skoðanir innan n. um þetta mál, og enginn samfelldur meirihl. vilji, og skal ég játa, að ég taldi ekki rétt, þegar þannig átti að fara að skila minnihl.áliti, sennilega einu af þremur, og þar sem ekki virtist neitt sérstaklega vera ýtt á eftir því, að málið kæmist áfram, þá er, þegar nefndin er svona sundruð, mjög hæpið, hvaða afgreiðslu málið fær.

Hins vegar vil ég taka það fram út af því, sem kom fram í ræðu hv. þm., þá hef ég ekki orðið var við það, að það væri ekki vilji flm., að málið fengi afgreiðslu. Það hefur ekki legið fyrir n. á þá lund, svo það er ekki á rökum reist, en ástæða er til þess að ætla, að málið sé flutt í fullri einlægni, en af þessum sökum, sem ég hef þegar greint, hefur málið ekki verið afgr.