15.05.1941
Neðri deild: 60. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 445 í B-deild Alþingistíðinda. (909)

21. mál, húsaleiga

Frsm. (Garðar Þorsteinsson) :

Ef við berum þetta atriði saman við gömlu l., þá er ekkert í 1. gr. þeirra, sem gefur til kynna, hver skuli meta þetta, en af öðrum gr. l. má sjá, að það er húsaleigunefnd, sem það á að gera, því það hefur enginn húseigandi leyfi til að hækka húsaleiguna nema samkv. vísitölunni eða sökum verðhækkunar á eldsneyti, og þá er það eingöngu húsaleigunefnd, sem getur leyft slíka hækkun. Ég held, að það eigi ekki að vera neinn vafi hér um.