07.06.1941
Efri deild: 73. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 447 í B-deild Alþingistíðinda. (916)

21. mál, húsaleiga

Magnús Gíslason:

Þegar þetta mál kom fram f Nd., voru á því nokkur missmíði, sem frsm. n. hefur raunar drepið á, sem sé að það vantaði ákvæði í l. um það, hvernig vísitalan, sem ger t er ráð fyrir, eigi að reiknast út. Vitanlega er ekki nóg að ákveða vísitölu um þessa hækkun, heldur varð að skera úr því, hvað mikið húsaleigan skyldi hækka í hlutfalli við dýrtíðina, og þurfti því að finna hlutfallið milli viðhaldskostnaðar og húsaleigu á hverjum tíma. N. var því sammála um, að kippa þyrfti þessu í lag, og till. mínar voru í upphafi þær, að félmrh. ákvæði þetta hlutfall milli víðhaldskostnaðar og húsaleigu. En það, að þetta skyldi gert að fengnum till. húsaleigun., átti að verða til þess að fyrirbyggja það, að nokkra tortryggni gæti verið um að ræða, og húseigendur áttu að fá að leggja sitt til málanna, enda ættu þeir að vera manna kunnugastir um það, hver viðhaldskostn. væri og hvernig hlutfallið yrði rétt fundið milli húsaleigu og viðhaldskostnaðar. En n. gat ekki orðið sammála um þetta, og bar ég því fram brtt. við till. n. um það, að kauplagsn. skyldi falið að gera slíkar till. til félagsmálaráðherra í stað húsaleigunefndar. Hv. frsm. sagði, að þetta mundi ekki vera heppileg leið, það þyrfti að vera hlutlaus aðili, sem gerði slíkar till., og taldi hann, að húsaleigun. væri hlutlaus aðili í þeim efnum. Það getur vel verið, að húsaleigun. sé það, og hún á að vera það að sjálfsögðu, — til þess er hún skipuð að dæma hlutdrægnislaust milli þessara aðila, húseigenda og leigjenda. En það mun ekki álit a. m. k. húseigenda, að n. sé hlutlaus í þessum efnum, því að þeir eru þeirrar skoðunar, að n. hafi tilhneigingu til þess að draga frekar taum leigjenda en húseigenda. Mér finnst það ástæðulaus ónærgætni að neita húseigendum um að hafa till. rétt í þessu máli, sem skiptir mjög miklu máli og þeir manna bezt þekkja og vita, hver viðhaldskostn. er. En svo er annað atriði, sem máli skiptir og brtt. 698 fer fram á, og það er, að hlutfallið milli húsaleigu og viðhaldskostn. verði miðað við 4. apríl 1939, eða við gildistöku gengisl. Eftir því, sem ég tók eftir frsm., þá virtist mér svo sem hann hefði misskilið, hvað ég á við með þessu. Hann leit þannig á, að ef það hefði átt að miða þetta við hlutfallið milli húsaleigu og viðhaldskostn., þá yrði að miða við 14. maí 1940. Í frv. er talað um það, að húsaleigan megi .ekki hækka frá því, sem hún var 14. maí 1940, en seinna í 1. gr., eins og hún kom frá Nd., er sagt, að vísitalan skuli vera miðuð við almennan viðhaldskostn. eins og hann var 4. apríl 1939. M. ö. o., að miða við það verðlag, sem hér var eftir að gengisl. höfðu verið sett, og á meðan þetta ákvæði er ekki sett, sem ég vil setja í l., þá er félmrh. í óvissu um það, við hvaða tímabil eigi að miða, þegar ákveða skal hlutfallið milli húsaleigu og viðhaldskostnaðar.

Annars má deila um það, við hvaða tímabil eigi að miða, þegar reikna á hlutfallið milli húsaleigu og víðhaldskostnaðar. Því miður er því ekki að leyna, að allmikil óánægja er meðal húseigenda hér í Reykjavík um þessa löggjöf í heild sinni, og mér virðist sem þær ástæður, er húseigendur færa fram fyrir óánægju sinni, hafi við ekki svo lítil rök að styðjast. Það hefur áreiðanlega verið búið öðruvísi að þessum borgurum heldur en öðrum borgurum í landinu. Allir þeir, sem laun taka hjá því opinbera og hjá einkafyrirtækjum, hafa fengið leiðrétting sinna mála að því leyti, að þeim er greidd full verðuppbót á laun sín, og verkafólk hefur einnig fengið sömu kjarabætur og meira að segja fengið grunnkaupið hækkað. Framleiðslan í landinu hefur fengið stóra hjálp af hálfu hins opinbera, m. a. fyrir aðgerðir Alþ. 1939, þegar gengi íslenzku krónunnar var lækkað, og við gengislækkunina, sem hefur orðið árið 1940, og nú skilst mér, að sé á leiðinni frv. um víðtæka aðstoð af hálfu hins opinbera til framleiðslunnar í landinu. En húseigendur einir manna fá enga leiðrétting sinna mála. Alþ. hefur tekið fyrir það, að þeir gætu á nokkurn hátt haft meira upp úr sinni eign, sem bundin er í fasteign, heldur en var, áður en verðhækkunin skall á. Það getur verið, að fyrir suma húseigendur skipti þetta ekki svo miklu máll, af því að þeir hafi annan rekstur með höndum, en hér í Reykjavík eru margir húseigendur, sem hafa á undanförnum árum ekki haft annað til að lifa af en hús, sem þeir hafa eignazt. Þetta er oft og tíðum eldra fólk, sem hefur notað sitt fé til þess að kaupa hér fasteign og hefur ætlað sér að lifa á henni í elli sinni.

Það er að sjálfsögðu vilji hv. þm. og Alþ. að setja sinn metnað í að ganga svo frá þessari löggjöf, að þeir, sem við hana eiga að búa, geti við unað. Það ætti að takast, ef fullri sanngirni er beitt. Hvað húsaleigul. snertir, hefur þetta ekki tekizt hingað til, og Alþ. ætti ekki að auka á óánægjuna með því að mæta ekki jafnsanngjörnum kröfum og það er, að gerðar séu till. um það, hvernig hlutfallið á milli viðhaldskostnaðar og húsaleigu er fundið. Húseigendur vilja sætta sig við að láta kauplagsn. gera slíkar till. frekar en húsaleigun.

Ég bið hv. frsm. að athuga það, sem ég sagði um tímatakmarkið, því að það þarf að koma inn í l., hvort miðað er við verðlagið fyrir stríð eða t. d. 14. maí 1940, en slíkt væri órétt að gera.