10.06.1941
Efri deild: 74. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 451 í B-deild Alþingistíðinda. (922)

21. mál, húsaleiga

Frsm. (Sigurjón Á. Ólafsson) :

Herra forseti! Allshn. hefur leyft sér að flytja hér brtt. á þskj. 714, og gengur hún út á það, að kauplagsnefnd skuli hafa lokið útreikningi viðhaldskostnaðar 1. marz og l. ágúst ár hvert, eða mánuði fyrr en í frv. stendur. Á byrjunarstigi þarf kauplagsnefndin mjög mikinn undirbúning og athugun við verkið, en hefði aðeins hálfan mánuð til verksins, ef frv. stæði óbreytt. Hlutfall húsaleigu og viðhaldskostnaðar og vísitalan, sem reiknuð er út eftir því, þarf að vera ákveðið í tæka tíð, og óskaði kauplagsnefndin því eftir þessari einföldu breyt., sem ég vænti, að d. geti fallizt á.