12.05.1941
Neðri deild: 57. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 452 í B-deild Alþingistíðinda. (935)

134. mál, eyðing svartbaks

Garðar Þorsteinsson:

Ég vildi, að eitt atriði yrði fellt burt úr frv. Undanfarið hef ég greitt

atkv. á móti þessu frv. og mun þess vegna leyfa mér að bera fram skrifl. brtt., sem er í þá átt, að 2. og 4. gr. falli burtu, enn fremur brtt. um, að síðari málsgr. 5. gr. falli burtu. Þar stendur, að ef menn ætli að drepa svartbak eða fleyga svartbaksunga í ábýlislandi annars manns, þá skuli ábúanda tilkynnt það og honum gefinn kostur á að fylgjast með veiðinni. Mér mundi finnast nokkur töf í því að kalla á ábúanda, því hætt er við, að svartbakurinn yrði floginn veg allrar veraldar, á meðan á því stæði. Hér er sem sé gert ráð fyrir, að maður, sem fer í veiðiför, þurfi að láta ábúandann vita um, að hann hafi séð fugl og ætli að skjóta hann. Segjum sem svo, að í þessari veiðiför sæi maðurinn aðeins einn fugl, sem svo væri floginn, þegar búið væri að sækja ábúandann, — það yrði léleg veiðiför.