09.07.1941
Sameinað þing: 3. fundur, 57. löggjafarþing.
Sjá dálk 76 í D-deild Alþingistíðinda. (31)

1. mál, hervernd Íslands

Gísli Sveinsson:

Herra forseti ! Þótt mér sé ógeðfellt að samþykkja, að erlent setulið skuli vera í landinu, þá verð ég annars vegar að telja, eftir þeim upplýsingum, sem fram hafa komið, að ríkisstj. hafi ekki átt annars kost en að gera samkomulag við forseta Bandaríkja Norður-Ameríku um hervernd Íslands, sem Alþingi verði, eins og ástæður allar eru, að fallast á, og hins vegar í því trausti, að hin íslenzka þjóð geti hér eftir sem hingað til haldið hlutleysi sínu í núgeisandi styrjöld, — segi ég já.