09.07.1941
Sameinað þing: 1. fundur, 57. löggjafarþing.
Sjá dálk 15 í B-deild Alþingistíðinda. (52)

Kosning fastanefnda

Forseti (HG):

Þá vil ég og gera það að tillögu minni, að ákveðið verði í einu lagi, að allar innanþingsnefndir, sem sameinað Alþingi kýs, skuli skipaðar sömu mönnum, er sæti áttu í þeim, hverri um sig, á síðasta þingi, þar með taldar fastanefndir, sem ella hefði ekki átt að kjósa fyrr en á næsta fundi sameinaðs þings.

Út af því; að einn þeirra, er sæti áttu í kjörbréfanefnd á síðasta þingi, Vilmundur Jónsson, hefur lagt niður þingmennsku, læt ég það felast í tillögu minni, að þingflokkur sá, er kaus hann í nefndina, eigi þess kost að. tilnefna nefndarmann í hans stað, ef þörf gerist.

Mun ég leita afbrigða frá þingsköpum um, að tillaga þessi megi koma til meðferðar, og spyrja hæstv. stjórn, hvort hún leyfi þau afbrigði. — Hæstv. stjórn heimilar afbrigðin, og mun ég þá leita um þau atkvæða þingmanna.