09.07.1941
Neðri deild: 1. fundur, 57. löggjafarþing.
Sjá dálk 17 í B-deild Alþingistíðinda. (56)

Kosning forseta og skrifara

Aldursforseti (JakM):

Ég legg til, að forsetakosning fari að þessu sinni fram með þeim hætti,að deildin ákveði með atkvæðagreiðslu, að forseti skuli vera hinn sami sem á síðasta þingi. Til þess að svo megi verða, þarf að leita afbrigða frá 7. gr. þingskapanna, og vil ég spyrja hæstv. stjórn, hvort hún leyfi, að tillagan megi koma til meðferðar. — Afbrigðin eru leyfð, og ber ég nú undir atkvæði deildarinnar, hvort hún samþykki.