09.07.1941
Neðri deild: 1. fundur, 57. löggjafarþing.
Sjá dálk 18 í B-deild Alþingistíðinda. (61)

Kosning forseta og skrifara

Forseti (JörB):

Samkvæmt þessari atkvæðagreiðslu skipa þessir menn sæti varaforseta og skrifara deildarinnar:

Fyrri varaforseti er Gísli Sveinsson, þm. V.- Sk.

Annar varaforseti Finnur Jónsson, þm. Ísaf.

Skrifarar: Emil Jónsson, 6. landsk. þm., og

Eiríkur Einarsson, 8. landsk. þm.

Óvíst er, að fleiri fundir verði háðir í deildinni á þessu aukaþingi, en ef þess gerist þörf, kosning fari að þessu sinni fram með þeim hætti, verður næsti fundur boðaður með dagskrá.

C. Í efri deild.

Að loknum fyrsta fundi í neðri deild var fyrsti fundur efri deildar settur í neðrideildarsalnum.

Deildina skipuðu þessir þingmenn:

1. Árni Jónsson, 9. landsk. þm.

2. Bernharð Stefánsson, 1. þm. Eyf.

3. Bjarni Snæbjörnsson, þm. Hafnf.

4. Brynjólfur Bjarnason, 1. landsk. þm.

5. Einar Árnason, 2. þm. Eyf.

6. Erlendur Þorsteinsson, 10. landsk. þm.

7. Hermann Jónasson, þm. Str.

8. Ingvar Pálmason, 2. þm. S.– M.

9. Jóhann Jósefsson, þm. Vestm.

10. Jónas Jónsson, þm. S.-Þ.

11. Magnús Gíslason, 11. landsk. þm.

12. Magnús Jónsson, 1. þm. Reykv.

13. Páll Hermannsson, 2. þm. N.-M.

14. Páll Zóphóníasson, 1. þm. N.-M.

15. Sigurjón Á. Ólafsson, 2. landsk. þm.

16 Þorsteinn Þorsteinsson, 5. landsk. þm. Voru framangreindir þingmenn allir á fundi, nema 9. landsk. þm. og þm. S.–Þ., sem báðir voru ókomnir til þings.

Forsætisráðherra, Hermann Jónasson, setti fundinn og kvaddi elzta þingmann. deildarinnar, Ingvar Pálmason, 2. þm. S.- M., til þess að gangast fyrir kosningu forseta deildarinnar.

Aldursforseti gekk þá til forsetastóls og kvaddi sér til aðstoðar sem fundarskrifara þá Pál Hermannsson, 2. þm. N.- M., og Bjarna Snæbjörnsson, þm. Hafnf.