09.07.1941
Efri deild: 1. fundur, 57. löggjafarþing.
Sjá dálk 19 í B-deild Alþingistíðinda. (63)

Kosning forseta og skrifara

Kosning forseta og skrifara. Aldursforseti (IngP):

Ég vil gera það að tillögu minni, að vikið verði frá því ákvæði þingskapa að kjósa forseta deildarinnar skriflegri kosningu, heldur verði ákveðið með atkvæðagreiðslu, að forseti skuli vera hinn sami sem á síðasta þingi. Til þess að sú tillaga megi koma til meðferðar þarf afbrigði frá þingsköpum, og vil ég spyrja hæstv. stjórn, hvort hún leyfi afbrigðin. — Afbrigðin eru leyfð, og mun ég þá bera undir deildina, hvort hún samþykki þau.