09.07.1941
Efri deild: 1. fundur, 57. löggjafarþing.
Sjá dálk 20 í B-deild Alþingistíðinda. (67)

Kosning forseta og skrifara

Forseti (EÁrna):

Með atkvæðagreiðslu þessari er ákveðið, að varaforsetar og skrifarar deildarinnar verði sem hér segir:

Fyrri varaforseti: Magnús Jónsson, 1. þm. Reykv.

Annar varaforseti: Sigurjón Á. Ólafsson, 2. landsk. þm.

Skrifarar: Páll Hermannsson, 2. þm. N.-NL, og Bjarni Snæbjörnsson, þm. Hafnf. Næsti fundur deildarinnar verður, ef til þess kemur, boðaður með dagskrá.

1. Hervernd Íslands.

Á 1. fundi í Sþ., 9. júlí, var útbýtt:

Till. til þál. um, að Bandaríkjum Norður-Ameríku sé falin hervernd Íslands, meðan núverandi styrjöld stendur (A. 1).