29.10.1941
Neðri deild: 8. fundur, 58. löggjafarþing.
Sjá dálk 38 í B-deild Alþingistíðinda. (106)

4. mál, húsaleiga

Einar Olgeirsson:

Ég vil þakka hæstv., félmrh. svar hans við fyrirspurn minni og þykir vænt um að heyra, að ríkisstj. leggur sama skilning í l. og ég.

Þó er eitt, sem ég vildi óska gleggri upplýsinga um. Hæstv. ráðh. sagði, að sér væri kunnugt um, að til væru þeir húseigendur, sem vildu ekki hina erlendu setuliðsmenn úr húsum sínum. En skv. l. er húseiganda óheimilt að leigja setuliðsmönnum húsnæði. Mér virðist því, að það sé húseigandi, sem ber að hegna, því að hann heyrir þó undir íslenzka dómstóla. Það mun og erfitt fyrir setuliðsmennina að sitja áfram, ef þeim er sagt upp, því að hér mun vera um einkaíbúðir yfirmanna að ræða, sem herstjórnin hefur ekki tekið á leigu.

Frá leikmannssjónarmiði eru sektarákvæðin í upprunalegu 1. viðeigandi þarna. Ef svo væri, ættu íslenzkir dómstólar að geta dæmt þá húseigendur til sekta, sem ekki vilja segja setuliðsmönnum upp húsnæði. Hitt væri öðru máli að gegna, ef setuliðsmenn sætu í trássi við uppsögnina.

Mér þætti vænt um að fá skýringu á þessu atriði.