11.11.1941
Neðri deild: 20. fundur, 58. löggjafarþing.
Sjá dálk 39 í B-deild Alþingistíðinda. (111)

4. mál, húsaleiga

Félmrh. (Stefán Jóh. Stefánsson) :

Ég verð að segja það, enda þótt ég sé ekki trúaður á, að 15. júní n. k. verði svo komið, að hægt sé að nema þessi 1. úr gildi, að þá er ég þó ekki mótfallinn því, að reynt verði eftir fremsta megni að fella þessi 1. niður svo fljótt sem auðið er. Ég geri fastlega ráð fyrir, að þó þessi l. verði látin niður falla 15. júní 1942, þá muni menn samt sjá sig tilneydda að framlengja þau, og með það fyrir augum er ég með því, að brbl. verði samþ. — Ég er á sama máli og hv. allshn., að þessi 1. eru neyðarúrræði og koma hart niður á mörgu saklausu fólki, en þó er ég þess fullviss, að þau hafa einnig bjargað út úr ógöngunum í húsnæðismálunum. Ég vil benda á tvennt í húsaleigu. Annað er það, að þó 1. séu felld úr gildi, þá beri þó ekki að afnema það ákvæði, sem bannar mönnum að breyta íbúðum í annað húsnæði, t. d. viðvíkjandi iðnaði eða verzlun. Hitt er, að ég tel, að einstaklingsherbergi ættu að heyra undir 1. Ég er því ekki mótfallinn, að hv. Alþ. lýsi yfir því, að l. beri að fella úr gildi strax og þess sé kostur, enda þótt ég geti ekki búizt við, að þau geti fallið niður á þeim tíma, er hér hefur verið rætt um.