11.11.1941
Neðri deild: 20. fundur, 58. löggjafarþing.
Sjá dálk 46 í B-deild Alþingistíðinda. (117)

4. mál, húsaleiga

Frsm. (Jóhann G. Möller) :

Ég þarf ekki margt að segja út af því, sem fram hefur komið. Þó vil ég svara ýmsum aths. nokkurra hv. þm. út af þessu máli.

Ég gat þess í fyrri ræðu minni, að allshn. hefði haft til athugunar ýmsar till. til breyt. á l., sérstaklega á þessu frv. — bráðabirgðal. — og athugað þær, en komizt að þeirri niðurstöðu, að ekki væri gott að hrófla við 1., heldur væri sterkara að leggja áherzlu á, að 1. væru numin úr gildi, undireins og þess væri nokkur kostur.

Ein af þessum till., sem n. hafði til athugunar, var, hvort ekki mætti rýmka ákvæði 1. gr., þar sem bannað er að segja upp húsnæði nema til eigin afnota, þar sem bráðabirgðal. breyta því ákvæði gömlu húsaleigul., sem heimilaði húseiganda að taka húsnæði til afnota fyrir sjálfan sig eða vandamenn sína. Þetta er atriði, sem hefur sérstaklega komið fram hjá tveimur hv. þm., hv. l. þm. Rang. og hv. 5. þm. Reykv. N. var ljóst, að þetta var nokkuð hart ákvæði, og ef til vill mætti mýkja þetta eitthvað og miða við skyldleika, þó að ekki væri notað það rúma orð „vandamenn“, eins og gert var í gömlu 1., en skv. upplýsingum frá húsaleigun. mun talsvert hafa verið farið í kringum þessi 1. einmitt vegna þessa ákvæðis um vandamenn, bæði síðasta vor og áður. Leigjendum var sagt upp, af því að húseigendur sögðust þurfa að fá húsnæðið handa vandamönnum sínum, en svo þegar nokkur tími var liðinn, voru þessir vandamenn horfnir og allt annað fólk komið í staðinn. N. komst því að raun um, að ekki væri gott að breyta þessu frekar en öðrum ákvæðum í þessum l., sem eru þó að mörgu leyti nokkuð hörð.

Annað atriði, sem þessir hv. þm. voru með, var það, að ekki væri neinn yfirdómstóll yfir húsaleigun. Ég býst við, að fram komi við 3. umr. till. um að skipa yfirhúsaleigun. N. hafði þetta til athugunar og taldi, að a. m. k. í Reykjavík mundi þetta torvelda meðferð mála og gera allt vafstursmeira en það er nú. Hins vegar er það ljóst, að eins og nú er er þessari n. fengið talsvert mikið vald í hendur, og varðar miklu, að því sé vel beitt, og er því fyllsta ástæða til, að framkvæmdavaldið fylgist vel með framkvæmd þessara l. og gæti þess, að ákvæðum 1. sé beitt á sem mýkstan hátt; án þess þó að þeim sé ekki fullnægt.

Hv. 1. þm. Rang. hefur flutt hér skrifl. brtt. Vil ég mælast til þess, að hann tæki hana aftur til 3. umr., svo n. fái tækifæri til að athuga hana sérstaklega. Ég skil vel, að það, sem hann talar um í þessu sambandi, getur verið mjög bagalegt. Hins vegar held ég, að sú hætta, sem hv. þm. hefur hér sérstaklega í huga, að húsnæði fyrir nauðsynlegan atvinnurekstur sé sagt upp til þess að setja þar upp í þess stað ónauðsynlegan atvinnurekstur, eða a. m. k. þann, sem ekkert þjóðargildi hefur, sé ekki eins mikil og honum sýnist. Ég hygg, að hann eigi þar sérstaklega við Bretasjoppur, en ég held, að það sé heldur farið að draga úr fýsi manna til að koma þeim upp, svo að þessi hætta sé rénandi. Ég vil þó, að athugað sé, hvort þessi till., eða einhver, sem gengur í svipaða átt, á ekki rétt á sér, og vil því mælast til, að hún verði tekin aftur til 3. umr.

Ég tel ekki þörf að svara hv. 4. þm. Reykv. mörgum orðum. Ég skil vel, að þessum hv. þm. finnist ekkert sérstaklega slæmt eða óviðunandi, þó að réttur fasteignaeigenda í bæjum sé skertur að verulegu leyti. Ég veit vel, að hann og hans flokkur telur eignarréttinn ekki svo mikils virði. Hins vegar er það alveg rangt hjá hv. þm., að till. n. í þessu efni séu fyrst og fremst til þess að þóknast fasteignaeigendum í Reykjavík, eins og hann vildi vera láta. Hann fór mörgum orðum um, að n. hefði kallað stjórn þess félags á fund sinn án þess að láta sig neinu skipta húsnæðisvandræðin í bænum og þó að fjölskyldur hefðu þar orðið mjög hart úti og jafnvel orðið að flytja úr bænum. Hv. þm. veit ekkert, hvað n. hefur kynnt sér í þessu efni. En eitt er honum í lófa lagið að kynna sér, og það er, hvað n. gekk langt í að verða við kröfum stjórnar Fasteignaeigendafélagsins. N. hefur bæði fyrr og síðar fengið kröfur frá þessum mönnum, sem voru þess valdandi, að n. kallaði stjórn þessa félags á sinn fund, sem var sjálfsagt, og ef hv. þm. kynnir sér þær kröfur, sem þar eru bornar fram, mun hann komast að raun um, að það, sem hefur gerzt í húsnæðismálunum, hefur ekki verið gert til þess að ganga til fulltingis við þessa menn og kröfur þeirra, enda vita allir, að þessi 1. hafa ekki komið fram til þess að bæta hlut þessara manna, heldur til þess að tryggja það, að menn eigi kost á að fá það húsnæði, sem til er, og halda því, ef réttsýni er í því. Þetta er það, sem 1. ganga út á og n. er sammála um, að þau eigi að gera. Hitt er alveg skýrt, enda hefur það komið fram í d., að l. ganga á réttindi þessara manna, og frá þeirra sjónarmiði, sem einhvers meta eignar- og umráðarétt manna og álíta hann einhvers virði, er ekki nema eðlilegt, að það komi skýrt fram, að þessi l. eigi ekki frekar en aðrar stríðsráðstafanir að gilda nema meðan þeirra er brýn nauðsyn, og mér skildist hv. þm. líka komast að þeirri niðurstöðu. Hvort hægt verður að nema þessi 1. úr gildi 15. júní, skal ég ekki fullyrða, en ég veit, að nú fara byggingar ört vaxandi, og mun það mikið bæta úr. Ég get þó hugsað mér, að þeim muni ekki það langt komið, að húsnæðisvandræðin hafi rénað 15. júní það verulega, að l. megi þá alveg falla úr gildi, enda stendur ekkert um það í till. n., að hún sé á þeirri skoðun, að l. skuli falla úr gildi fyrr en húsnæðisvandræðunum linnir verulega. Má vera, að skakkt sé að binda það við 15. júní, en eins og hæstv. félmrh. minntist á, þá eiga þessi 1. ekki að gilda lengur en frekast er þörf, enda er þá sennilega hægur vandi að fá ný brbl. sett, ef brýn nauðsyn krefur, og mættu þau þá ef til vill vera eitthvað mýkri en þessi 1. Gæti það byggzt á því, hvað mikið hefði rýmkazt til um húsnæði, síðan þessi bráðabirgðal. voru sett.

Ég hirði ekki að svara þeirri ádeilu í ræðu hv. þm., sem snerist um það, hverju það væri að kenna, hvað lítið hefur verið byggt í Reykjavík undanfarin ár. Hann vildi kenna það Sjálfstfl. Ég býst við, að hann geti fengið tækifæri til ádeilu út af þessu í bæjarstjórn Reykjavíkur, en ég vil þó aðeins upplýsa hann um það, að ég hygg, að hér í bæ hafi verið og verði byggt talsvert mikið á þessu ári. En það, sem hefur strandað á fyrst og fremst, er skortur á byggingarefni, og það er ábyggilegt, að það er ekki Sjálfstfl. að kenna, að byggingarefni hefur ekki fengizt flutt inn undanfarið; ástæðuna fyrir því hefur verið að finna einhvers staðar annars staðar.

Út af Bretaíbúðunum sé ég ekki ástæðu til að segja margt. Hæstv. félmrh. upplýsti við 1, umr., hvernig í því lægi, að enn þá væru margar íbúðir hér í bæ í höndum Breta. Það væri af þeirri einföldu ástæðu, að Bretar vildu ekki fara úr íbúðunum, og við höfum ekki getað rekið þá út. Okkar l. ná ekki yfir þá nema að svo miklu leyti, sem þeir vilja sjálfir vera láta. Viðvíkjandi því, hvort við í n. hefðum spurt stj. Fasteignaeigendafélags Reykjavíkur, hvernig á því stæði, að svo margar íbúðir væru í höndum Breta, þá vil ég vísa til þess, sem ég sagði um Bretahúsnæðið, en ég get viðurkennt, eins og kom fram hjá hæstv. félmrh. við fyrri umr. þessa máls, að það eru til Íslendingar, sem vilja heldur leigja Bretum en Íslendingum, en ég get vel gengið inn á það hjá hv. þm., að þetta eru ekki þjóðhollir menn, en það er eins og hver sjái sjálfan sig með það, að þessum mönnum bjóðast kannske alls konar fríðindi, sem eru kannske meira virði en sjálf leigan, t. d. í kolum og öðru slíku, og hægur vandi að komast í kringum það, að það séu ekki þeir, heldur Englendingar, sem vilja vera í íbúðunum. Æskilegt væri vitanlega að fá ráð til þess, að þessar íbúðir losnuðu, en ekki mun vera auðvelt að koma auga á það. Allt hefur strandað á þessu eina einfalda, að Bretar eru sterkari en við.

Ég sé svo ekki ástæðu til að fjölyrða frekar um málið að þessu sinni, en vil aðeins endurtaka þá ósk mína, að hv. l. þm. Rang. vildi taka till. sína aftur til 3. umr.