18.11.1941
Efri deild: 15. fundur, 58. löggjafarþing.
Sjá dálk 59 í B-deild Alþingistíðinda. (137)

4. mál, húsaleiga

Félmrh. (Stefán Jóh. Stefánsson) :

Ég vil taka það fram út af orðum hv. 1. þm. N.-M., að ég vil ekki hafa á móti því, að frv. fari til n., en ég vil óska, að n. hraði störfum sínum svo sem föng eru á.

En út af þeirri aths. hv. þm., að bann við að segja upp leigusamningum nái bara til íbúðarhúsa, skal ég geta þess, að við 5. gr. kom inn brtt. í Nd., sem átti að tryggja það, að tilgangi hv. l. þm. N.-M. yrði náð : Leigusala er óheimilt að segja upp leigusamningum um húsnæði o. s. frv.