04.11.1941
Efri deild: 9. fundur, 58. löggjafarþing.
Sjá dálk 72 í B-deild Alþingistíðinda. (161)

15. mál, krónuseðlar

Frsm. (Magnús Jónason) :

Þetta frv. er svo

einfalt, að ég þarf ekki að tala langt mál um það. Frv. er flutt skv. beiðni hæstv. fjmrh., og skv. því er ætlazt til, að gefin verði út allt að ½ milljón í krónuseðlum, til þess að fullnægja eftirspurninni að því er snertir skiptimynt. Þessari eftirspurn er nú ekki hægt að fullnægja með því að slá málmmynt, og því er nú gripið til þess ráðs, sem kunnugt er frá síðasta stríði. Býst ég við, að fáir muni fagna þessum krónuseðlum, því að þeir voru aldrei vinsælir, en það verður fleira að gera en gott þykir, og ég geri ráð fyrir, að þessir seðlar verði innkallaðir strax og hægt er. Þarf ég svo ekki að hafa um þetta fleiri orð, enda er hér hæstv. fjmrh. til andsvara, ef spurningar verða bornar fram. En ég vil geta þess, að farið hefur verið fram á það við hæstv. forseta, að hann hraði málinu sem mest frá þessari hv. d.