04.11.1941
Neðri deild: 12. fundur, 58. löggjafarþing.
Sjá dálk 81 í B-deild Alþingistíðinda. (233)

10. mál, vatnalög

Pétur Ottesen:

Það er siður en svo, að ég sé á móti því, að málinu sé vísað til n. til athugunar. Að vísu er það alveg hliðstætt því, sem í frv. felst, sem hér er farið fram á fyrir hönd þessara tveggja staða, sem brtt. eru um, og það er vitanlega alveg nauðsynlegt fyrir bæði Akranes og Borgarnes að fá þessi fríðindi, sem fram á er farið, því að annars er ekki hægt fyrir þessa staði að bera uppi kostnaðinn við þessar vatnsveitur.

Það getur líka vel verið, að það væri þá alveg eins rétt, úr því sem komið er og með tilliti til þess, sem kom fram hjá hv. 2. þm. Skagf., að vatnal. væri breytt að því er snertir þessi atriði, sem í frv. og brtt. greinir, því að sýnt er, að þegar reynslan er sú um vatnsveitur og kostnað v ið að koma þeim upp, sem nú er, þá geta slík ákvæði í l. ekki staðizt, sem hér er farið fram á að breyta. Rýmkun þessa ákvæðis mundi alls ekki leiða til neins meiri kostnaðar við framkvæmdir vatnsveitnanna heldur en nauðsyn krefur hvort sem er.

Ég tek því undir það, að málinu verði vísað til n., en vil einnig mælast til þess, að n. athugi málið einnig á þessum grundvelli, hvort ekki væri rétt að breyta vatnal. í þessu efni.