07.11.1941
Neðri deild: 18. fundur, 58. löggjafarþing.
Sjá dálk 134 í B-deild Alþingistíðinda. (315)

8. mál, lántaka fyrir síldarverksmiðjur ríkisins

Skúli Guðmundsson:

Ég vil aðeins í sambandi við þetta mál beina þeirri fyrirspurn til hæstv. atvmrh., hvernig á því standi, að nú sé hætt að birta reikninga síldarverksmiðjanna með ríkisreikningnum. Þeir voru ekki birtir með reikningnum fyrir árið 1939 og ekki heldur í B-deild Stjtíð., sem þó á að gera skv. 1. ríkisverksmiðjanna. Það væri æskilegt, að þm. gæfist kostur á að kynna sér reikningana, og væri ef til vill hægt að fá þá í stjórnarráðinu, en hitt væri aðgengilegast, að fá þá prentaða, eins og á að gera, með ríkisreikningnum. Má ekki vænta þess, að svo verði eftirleiðis?