18.11.1941
Sameinað þing: 13. fundur, 58. löggjafarþing.
Sjá dálk 146 í B-deild Alþingistíðinda. (34)

Lausnarbeiðni ríkisstjórnarinnar og stjórnarmyndun af nýju

Félmrh. (Stefán Jóh. Stefánsson) :

Eins og hinu háa Alþingi er kunnugt, baðst ríkisstjórnin lausnar 22. okt. s.l. og fékk lausn 7. nóv. og hefur til þessa tíma gegnt störfum að beiðni hæstvirts ríkisstjóra.

Tíminn mun leiða í ljós, hvernig þessi tilraun tekst, og á næsta Alþ, mun betur fást úr því skorið. Og því má ekki heldur gleyma, að kjósendur landsins eiga rétt á að láta í ljós álit sitt með kosningum, og er þá fullt tilefni til þess, ef samvinna þessi rofnar eða reynist í framkvæmdinni ógerleg til lausnar á aðsteðjandi vandamálum.

Ég sé aðeins ástæðu til að taka þetta fram af hálfu Alþfl. í sambandi við hina nýju stjórnarmyndun, en vísa að öðru leyti til þess kafla í ræðu hæstv. forsrh., þar sem greint var frá samkomulagsatriðum flokkanna út af stjórnarmynduninni.