27.10.1941
Neðri deild: 6. fundur, 58. löggjafarþing.
Sjá dálk 147 í B-deild Alþingistíðinda. (37)

Fyrirspurnir um stjórnarframkvæmdir o.fl.

Einar Olgeirsson:

Það er óþolandi frá sjónarmiði flokka á þingi, að það geti verið mögulegt fyrir einn flokk að fremja slíkt trúnaðarbrot og nota gegn málstað annarra. flokka, enda vítti blað hæstv. utanríkisrh. slíka framkomu. Ég vil taka það fram, að það, sem ég mundi skrifa væri ekki bein frásögn af fundinum, heldur mundi ég aðeins lýsa afstöðu okkar réttilega. Það er hart að geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér.