07.11.1941
Neðri deild: 18. fundur, 58. löggjafarþing.
Sjá dálk 163 í C-deild Alþingistíðinda. (399)

11. mál, dýrtíðarráðstafanir

Flm. (Haraldur Guðmundsson) :

Ég ætla ekki að gefa tilefni til þess að deilur rísi um þetta atriði, enda get ég upplýst hæstv. viðskmrh. um það, að þessi álagning er nú um 39%. — Hvað snertir fullyrðingar hæstv. ráðh. um það, að hér sé verið að binda verð á landbúnaðarafurðum jafnframt því, sem verið sé að gefa laust kaupgjaldið, get ég upplýst það, að hér er ekki um neina bindingu að ræða. Eins og getið er um í þessu frv., getur ríkisstjórnin ráðið því, hvaða verð er á vörunum, og svo er einnig í gildandi lögum.

Til viðbótar því, sem ég sagði áðan, skal ég geta þess, að það er nauðsynlegt fyrir störf n. að hafa eina sér staka yfirstjórn, — það er veigamikið atriði í mínum augum. Það er veigamikið atriði, að sá aðili, sem er ábyrgð á því, að dýrtíðin vaxi ekki, hafi einnig vald til þess að fyrirbyggja, að verðlagsákvarðanir brjóti ekki í bága við aðgerðir ríkisstj. og geri að engu starfsemi ríkisstofnunarinnar.