07.11.1941
Neðri deild: 18. fundur, 58. löggjafarþing.
Sjá dálk 173 í C-deild Alþingistíðinda. (417)

14. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Fjmrh. (Jakob Möller) :

Ég vil aðeins út af því, sem hæstv. viðskmrh,. svaraði mér áðan, endurtaka það, að af hálfu Sjálfstfl. var svo um samið, að tekjuskattur 1941 kæmi til frádráttar árið 1942. Þessu til frekari áréttingar vil ég vekja athygli á því, að sérstaklega var gerð fyrirspurn í báðum d. um stríðsgróðaskattinn, hvort hann væri frádráttarhæfur, af því að ekkert var fram tekið um það í frv. Ég bar mig þá saman um það við aðra ráðh., og um það var enginn ágreiningur, að ég lýsti því yfir í d., að hann yrði að sjálfsögðu frádráttarhæfur. Þessu lýsti ég yfir, án þess að nokkrum andmælum væri hreyft gegn því, en ef það hefði vexið ætlunin að breyta því þegar á næsta þingi, var auðvitað skylt að vekja athygli á því, að það væri því aðeins gert, að tekju- og eignarskattsl. væri breytt. Fleira þarf ég svo ekki um það að segja.