23.10.1941
Efri deild: 4. fundur, 58. löggjafarþing.
Sjá dálk 192 í C-deild Alþingistíðinda. (448)

6. mál, stimpilgjald

Páli Zóphóníasson:

Áður en þetta mál fer til n., — og ég tel það mjög þarft mál, — virðist mér rétt að minna n. á það, sem aft kemur fyrir, að upphæðin, sem tiltekin er í afsalsbréfi, er miklu lægri en raunverulegt söluverð. Hluti þess er þá greiddur áður og ekki talinn með, til að sleppa við stimpilgjald af honum. Gegnum skattanefndarstörf mín hef ég kynnzt ýmsum sannanlegum dæmum um þetta. Þessu þyrfti að sjá við, og því skýt ég til nefndarinnar.