07.11.1941
Efri deild: 13. fundur, 58. löggjafarþing.
Sjá dálk 201 í C-deild Alþingistíðinda. (469)

20. mál, vörugjald fyrir Vestmannaeyjakaupstað

Flm. (Jóhann Jósefsson) :

Herra forseti! Á síðasta þingi var afgr. frá þessari hv. d., eins og raunar að undanförnu, heimild um framlenging þeirra 1., sem hér um ræðir. Það skeður svo á því þingi, að í hv. Nd. var málið stöðvað og fellt, án þess, eins og segir hér í grg., að hægt væri að sjá, að gild ástæða væri til þess.

Ég hef talið mér skylt, úr því að þetta aukaþing var kallað saman nú, að bera þetta mál fram enn á ný fyrir hönd þeirra aðila, sem eru í Vestmannaeyjum og eiga því hér hlut að máli. Og vonast ég til þess, að í þessari hv. d. a. m. k. sé svipuð afstaða gagnvart þessu máli og áður var.

Ég hef svo ekki fleiri orð um þetta mál að segja. Það er svo gamalkunnugt hér í þessari hv. d., að það er óþarft að vera með neinar útskýringar á því.

Ég geri ráð fyrir því, að málið fari til hv. fjhn., sem mig minnir, að það hafi verið í að undanförnu, og vil mælast til, að því verði Þangað vísað að umr. lokinni.