19.11.1941
Efri deild: 22. fundur, 58. löggjafarþing.
Sjá dálk 201 í C-deild Alþingistíðinda. (473)

20. mál, vörugjald fyrir Vestmannaeyjakaupstað

Frsm. (Bernharð Stefánsson) :

Ég sé ekki, að það sé til mikils að vera með þetta mál nú. Fjhn. gat ekki verið að breyta afstöðu sinni frá því í vetur og leggur því til, að frv. sé samþ. En ég skil þó ekki, að það fái að ganga gegnum þetta þing. Ekki sé ég heldur ástæðu til að fara að hefja umr. um það nú, því að þetta er gamall kunningi, og liggja til þess sömu ástæður og áður, þegar það hefur verið rætt hér. En þegar fjhn. mælti með málinu, var ekki að vita, hvenær þingi yrði slitið. Var þá hægt að gera ráð fyrir því, að málið gæti fengið afgreiðslu. En nú er það vonlaust.

Það má segja, að Vestmannaeyingum sé ekki þörf á þessu vörugjaldi, og afstaða fjhn. markast ekki af því, að hún telji þetta svo brýna þörf bæjarfélaginu. En þar sem Vestmannaeyingar óska þessa og þar sem það mundi ekki koma að verulegu leyti niður á öðrum landsmönnum, þótti n. rétt að mæla með málinu. Hún mælir öll með því, þó að einn nm. áskilji sér fyrirvara að því er snertir tímalengdina.